145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[16:48]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Miðað við starfsáætlun og miðað við það að við ræðum málið hér við 1. umr. tel ég augljóst að það bíði, nema eitthvað sé gert, nema menn finni eitthvað út úr hlutunum, að einhverjir leggist yfir málið og þingið sé kallað inn fyrir 29. október til að ganga frá málinu. Ég skal ekki segja. Það má vera að til sé góð lausn, en meðan menn setjast ekki niður til að ræða um það, meðan ríkisstjórnin er svona lömuð og ekki starfhæf og getur ekki ráðið við verkefnin þá þýðir ekkert fyrir okkur að fabúlera um það hvað gæti gerst og hvað ekki. Vandinn sem við glímum við er sá að ríkisstjórnin er óstarfhæf. Það er vandinn, frú forseti.