145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[16:49]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Nú vantar klukkuna tíu mínútur í fimm og við erum enn þá á fyrsta málinu, eða öðru málinu öllu heldur því að fyrsta málið er auðvitað óundirbúnar fyrirspurnir. Ég er að velta fyrir mér hvernig virðulegi forseti sjái fyrir sér kvöldið og framhaldið, hvort hann sjái fyrir sér að klára dagskrána eða hætta einhvern tímann fyrir miðnætti í dag. Ég mun spyrja þangað til einhverjar upplýsingar koma um það hvað er í gangi og hverjir eru að tala saman eða hvort verið sé að tala saman, reyndar komu upplýsingar áðan um að ekki væri verið að tala saman og það er því kannski alveg þess virði að spyrja reglulega hvort það hafi breyst. Hefur það breyst núna? Bara svo það sé á hreinu kem ég til með að spyrja þessarar spurningar reglulega það sem eftir er af degi, eftir því sem tíminn leyfir. Eru nýjar upplýsingar um það hvort fólk sé að tala saman? Og hversu langt sér virðulegi forseti fyrir sér að halda áfram þingfundi?