145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[16:55]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég hlýt að taka undir með hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni um að við fáum allar þær upplýsingar sem forseti getur mögulega orðið sér úti um og endurvarpað hingað til okkar í þingsal um hvað sé á seyði, því að þeir sem enn þá hanga við völd, eða hanga í ráðherrastólnum ætti ég kannski frekar að segja, gera ekki mikið. Þeir vilja alla vega ekki koma með tillögur sem þeim ber að gera um það hvernig okkur beri að ljúka þessu þingi. Nú eru kosningar eftir fimm vikur og það er auðséð í þingsalnum að fólk sinnir ekki þingstörfum. Við erum hér sex eða sjö.

Virðulegi forseti. Ég (Forseti hringir.) held að það væri best fyrir stjórn þingsins að reyna að koma til móts við okkur svo að við höldum virðingu okkar hérna.