145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[16:58]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Þingið hefur starfað alveg ótrúlega vel frá því í vor og hefur oft, með mikilli eindrægni og samtakamætti og vilja til þess að ljúka mikilvægum málum vel, gert málamiðlanir, jafnvel í góðu samtali í gegnum ræðustól Alþingis. Til þess að slíkt geti gerst verður auðvitað að vera einhver samtalsaðili í þingsalnum. Því ber ekki við núna þannig að það er öll von úti um að svo verði.

Það er hins vegar hárrétt sem hér hefur komið fram að það eru ýmis mál sem eru í nefndum. Þar væri hægt að vera að vinna mjög gott starf, en til þess að það sé hægt þarf að liggja fyrir hver vilji hæstv. ríkisstjórnar er þegar kemur að þessum málum og (Forseti hringir.) hvað er í forgangi. Það er eftir því sem við köllum, (Forseti hringir.) til þess að við getum sinnt vinnunni okkar vel.