145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

um fundarstjórn.

[17:48]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég vildi bara nýta tækifærið fyrst ég sé hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra hér í þingsal og spyrja hvort eitthvað sé að frétta af því hvert framhaldið verður, annaðhvort á þessum þingfundi eða á komandi dögum með hliðsjón af þeirri stöðu sem upp er komin. Við erum búin að kvarta svolítið mikið í dag, sem ég veit að fer í taugarnar á sumum hv. þingmönnum og jafnvel hæstv. ráðherrum, yfir því að vita ekki hvert framhaldið verður, sem er auðvitað óþolandi staða. Ég held ég þurfi ekkert að fara meira yfir það. Mig langar bara fyrst hæstv. ráðherra er hérna viðstaddur að spyrja bæði hæstv. ráðherra og virðulegan forseta hvað sé að frétta.