145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

um fundarstjórn.

[17:49]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Er það þá rétt skilið að við eigum bara að klára öll mál, klára þau í nefndum, skila síðan af okkur eins og þæg börn og það á ekki að heyrast múkk frá okkur? Hér bíða 26 mál í nefndum og 2. umr. Það tók hv. umhverfis- og samgöngunefnd þrjá mánuði að skila af sér nefndaráliti og afgreiða mál út úr nefnd. Nefndastörfin ganga hægt af því að það þarf einhvern veginn að forgangsraða. Miðað við núverandi stöðu, hæstv. forseti og hæstv. fjármálaráðherra, er ekki hægt að forgangsraða. Við fáum stór og mikilvæg mál inn á okkar borð á Alþingi. Eigum við ekki að vinna þau vel? Það virðist ekki vera vilji fyrir því á þessu stjórnarheimili.