145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

um fundarstjórn.

[17:54]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég verð að taka undir með félögum mínum, það er ekki boðlegt að láta koma svona fram við sig, segja þetta og vanvirða þar með þá áætlun sem enn er í gildi. Það er ekki hægt að ætlast til þess að við afgreiðum hér mál frá degi til dags. Ég spyr líka hæstv. forseta, það var verið að boða fund í fjárlaganefnd í kvöldverðarhléi á morgun: Hefur verið tekin ákvörðun um það, án þess að ræða við þingflokksformenn, að kvöldfundur verði annað kvöld? Það væri þá ágætt að fá að vita það. Mér þykir það ekki tilhlýðilegt meðan allt er í lausu lofti og fólk hefur ekki einu sinni getað rætt saman. Ég tek undir það líka. Auðvitað á fólk að vera að tala saman alla daga. Það á að tala við þingflokksformenn. Það eru þeir sem eru í starfinu hér í þinginu. Það eru ekki formennirnir og framkvæmdarvaldið sem ræður dagskránni, á ekki að vera það a.m.k. Auðvitað á þetta samtal að eiga sér stað við þingflokksformenn og þeir eiga að ráða ráðum sínum ásamt forseta. En ég spyr forseta um hvort búið sé að ákveða þetta þinghald annað kvöld.