145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

um fundarstjórn.

[17:58]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegur forseti. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að stjórnarandstaðan hafi verið málefnaleg, samvinnufús og dugleg. Ég veit ekki hvaða máli er haldið í gíslingu. Ég kalla eftir því að hæstv. fjármálaráðherra komi hér upp í pontu og útskýri hvaða mál það er. Margur heldur ég sig, segi ég nú bara. Ég fylgdist með sjónvarpinu á síðasta kjörtímabili og sá hvernig menn hegðuðu sér. Þinginu á að ljúka á fimmtudaginn. Ber hæstv. fjármálaráðherra enga virðingu fyrir starfsáætlun sem forseti þingsins setti og forsætisnefnd hefur staðfest og samþykkt? Hvaða fíflagangur er þetta? Mér er mjög misboðið, virðulegur forseti.