145. löggjafarþing — 159. fundur,  28. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[11:06]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í þingskapalögum, hinni sömu 13. gr., er einnig fjallað um efnahags- og viðskiptanefnd þar sem kemur fram að efnahags- og viðskiptanefnd eigi að fjalla um lífeyrismál. Nefndin hefur auðvitað verið að fjalla um starfsumhverfi lífeyrissjóða og lauk nýlega vinnu við fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða. Í ljósi þessa hefði ég talið eðlilegt að sá hluti málsins sem við ræðum um núna, kerfisbreytingin sjálf, ætti heima undir hv. efnahags- og viðskiptanefnd. Hvað varðar lífeyrisskuldbindingarnar sem birtast í fjáraukalagafrumvarpinu eiga þær að sjálfsögðu heima undir fjárlaganefnd. Mér finnst eðlilegt að Alþingi lýsi þessum vilja sínum í ljósi greina þingskapanna um málið.