kostnaður við ívilnanir til stóriðju.
Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Björt Ólafsdóttur fyrir að hefja máls á þessu mikilvæga máli. Það er ekki að ástæðulausu að Eftirlitsstofnun EFTA hefur samþykkt byggðakort þar sem undanþágur eru veittar gagnvart meðgjöf hjá fyrirtækjum, hinum svokölluðu ívilnunum. Ívilnunarsamningar eru ekki útgjaldaliður fyrir ríkissjóð. Ívilnunarsamningar laða að fyrirtæki og þeir hafa verið þannig gerðir að veitt er til þeirra fyrirtækja sem kæmu annars ekki til landsins. Það er ekki hægt að segja að það séu tapaðar tekjur heldur má segja að ríkissjóður nái með ákveðnum ívilnunarsamningum í meiri tekjur. Ég vil líta svolítið á byggðavinkilinn.
Það er ekki hægt að rengja það hvað sú stóriðja sem búin er að vera hérna lengst hefur verið mikilvæg fyrir land og þjóð, hvað hún hefur verið mikilvæg stoð í efnahagskerfinu þegar annað hefur brostið.
Hvort það er mikilvægasta hjólið skal ég ekki segja um, en það eru breyttir tímar. Við vorum að ræða ívilnunarsamning í morgun í atvinnuveganefnd, heldur minni í sniðum. Hann er um endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist. Þetta er allt saman sami byggðavinkillinn á þessu, við erum að laða fyrirtæki til landsins (Forseti hringir.) til að laga hag þjóðarinnar. Að sama skapi þurfum við að beina því út á landsbyggðina að veita ívilnun fyrir minni fyrirtækin úti á landi.