145. löggjafarþing — 160. fundur,  29. sept. 2016.

starfsáætlun og framhald þingstarfa.

[13:33]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég þakka forseta kærlega fyrir svarið. Það kom einmitt fram á hefðbundnum þingflokksformannafundi á mánudagsmorgun að til stæði að formenn stjórnarflokkanna mundu boða fund með formönnum stjórnarandstöðunnar. Af þeim fundi hefur ekki orðið. Tilefni fundarins átti einmitt að vera starfsáætlun og fyrirætlanir um að henni yrði breytt. Hún rennur út í dag og það hefur ekki komið fram nein ný starfsáætlun. Það finnst mér óboðlegt. Ég óska eftir því að forseti boði til fundar í dag með þingflokksformönnum allra flokka.