145. löggjafarþing — 160. fundur,  29. sept. 2016.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

638. mál
[15:40]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var mjög upplýsandi svar hjá hv. þingmanni. Mér skilst einnig að niðurgreiðslurnar sem gerðar eru í norska flugkerfinu séu að miklu leyti líka til barna, „barn og ungdom“ eins og það heitir, ungdómurinn upp að 25 ára aldri. Þetta ætti að eiga við um Ísland sömuleiðis. Foreldrar vilja að börnin komi heim af og til úr skólanum. Í Noregi þarf fólk að sækja um langan veg til að fara í menntaskóla og háskóla. Þá skiptir þessi góða tenging máli, að geta skroppið heim til mömmu í mat yfir helgina og það kosti ekki 40–50 þúsund kall. Það skiptir öllu að þetta fari í 7 þúsund kallinn. Þá væri kannski hægt að gera það. Það er líka þessi þáttur málsins, þetta byggðasjónarmið um að halda uppi meira sambandi við (Forseti hringir.) heimilið sem gerir að verkum að Noregur er ekki í jafn miklum byggðavanda og Ísland. Er hv. þingmaður sammála um það?