145. löggjafarþing — 160. fundur,  29. sept. 2016.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

638. mál
[18:37]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er ekki annað hægt en að taka undir með hv. þingmönnum. Ekki hafa verið kynnt áform um neina aðra áætlun en þá sem er í gildi. Þetta er þess vegna síðasti þingfundadagur á þessu vorþingi. Ég á ekki von á því að þing verði kallað saman á nýjan leik eftir að þessum þingfundi lýkur. Það var skýr afstaða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á liðnu kjörtímabili að þinghaldi lyki þegar starfsáætlun lyki og Framsóknarflokkurinn neitaði að sækja þingfundi utan starfsáætlunar. Ég geri ráð fyrir að sömu viðhorf séu enn uppi, enda sami formaður og forusta fyrir þeim flokki og þá var, þannig að við hljótum þá bara að halda heim frá þingi þegar fundi lýkur eftir svo sem eins og klukkustund eða svo, og koma ekki meira (Forseti hringir.) saman fyrr en nýtt þing kemur að loknum alþingiskosningum, enda engar áætlanir uppi um annað.