145. löggjafarþing — 161. fundur,  3. okt. 2016.

starfsáætlun þingsins.

[10:36]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég geri alvarlegar athugasemdir við það að þingfundur hafi verið boðaður með dagskrá án þess að samráð væri við forustumenn í þinginu um það. Starfsáætlun er liðin og það er ómögulegt að bjóða okkur upp á þessar aðstæður svo stuttu fyrir kosningar. Ég vil taka undir með þingmönnum sem hafa sett fram þær óskir að eftir fundinn með þingflokksformönnum komi út plan sem er raunhæft og hægt er að standa við og við ljúkum þessu þingi sem fyrst og förum út í kosningabaráttu. Það er það sem við þurfum að gera. Hér eru stór mál sem við vitum að við munum ekki ljúka fyrir 29. október og við þurfum að setja saman og búa okkur til plan sem allir geta sætt sig við, herra forseti.