145. löggjafarþing — 161. fundur,  3. okt. 2016.

rammaáætlun.

[11:20]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég stend efnislega með því sem þarna kemur fram að svo miklu leyti sem það nær. Ég studdi það, eins og ég sagði í fyrra svari mínu, að tillagan yrði lögð fram með þessum hætti og ítreka það sem ég sagði áðan að það var vegna þess að ég taldi það skásta möguleikann í stöðunni. Ég held að enginn sem að þessu ferli hefur komið og að þessari tillögugerð kemur núna sé fullkomlega sáttur við þá tillögu. Ég leyfi mér að fullyrða það. Þetta var að mínu viti skásta lendingin sem hægt var að ná og ég taldi mikilvægt að verkefnisstjórnin lyki störfum og að tillögunni yrði skilað til þingsins.