145. löggjafarþing — 161. fundur,  3. okt. 2016.

aðildarviðræður við ESB.

[11:33]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég geri verulegar athugasemdir. Þetta er í annað skipti sem ég spyr hæstv. utanríkisráðherra spurninga sem eru mjög afmarkaðar og ráðherra kýs ítrekað að svara ekki beint. Síðast talaði ráðherrann um hve gott væri að tala saman. Þetta er fyrirspurnatími til þess að spyrja ráðherra um einstök málsatriði og ráðherra ber að svara þingmönnum, það er bara þannig. Þess vegna er þessi fyrirspurnatími. (Gripið fram í.)

Ég ítreka spurningu mína: Ef þjóðin ákveður í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og Framsóknarflokkurinn lofaði oftar en einu sinni, að halda aðildarviðræðum áfram, ætlar ráðherrann og hennar flokkur þá að taka málið upp frá grunni eða á að nýta sér þá vinnu sem nú þegar hefur átt sér stað? Það er fyrsta spurningin.

Síðan langaði mig að heyra um mikla grundvallarbreytingu þar sem afstaða Framsóknarflokksins gjörbyltist varðandi sæstreng til Bretlands. Það voru spurningarnar. Einfalt mál. Svör, takk.