145. löggjafarþing — 161. fundur,  3. okt. 2016.

neyðarflugbraut.

[11:48]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegur forseti. Nú finnst mér hv. þingmaður vera að teyma mig út í umræðu sem ég ætla góðfúslega að biðjast undan, þ.e. umfjöllun um Reykjavíkurflugvöll, að taka afstöðu með honum eða á móti. Ég tel það ekki vera efni þessarar fyrirspurnar.

Ég vil koma því á framfæri að ég styð það sem hæstv. innanríkisráðherra er að gera, eftir því sem við sáum í fjölmiðlum um helgina, þ.e. að endurreisa þessa flugbraut í Keflavík, í þessari flugstefnu. Ég styð það til þess að tryggja flugöryggi, eins og ég fór yfir áðan. Hvað varðar neyðarbraut eða ekki neyðarbraut ætla ég að geyma mér þau svör og eiga þau með sjálfri mér.