145. löggjafarþing — 161. fundur,  3. okt. 2016.

viðvera stjórnar og afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[11:50]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Nú er það upplýst að formaður og varaformaður annars stjórnarflokksins eru á kosningaferðalagi úti á landi. Það er út af fyrir sig ekkert við það að athuga, auðvitað eiga forustumenn í stjórnmálum að vera á kosningaferðalögum um landið í októbermánuði. En það er einmitt ástæðan fyrir því að hér á ekki að standa yfir þingfundur, (Gripið fram í.) vegna þess að kosningabaráttan á að vera hafin og störfum á Alþingi á að vera lokið.

Virðulegi forseti. Ég beini þeim eindregnu tilmælum til forseta að fundarhöldum verði hætt þangað til stjórnarflokkarnir vita sitt rjúkandi ráð, vita hvaða mál þeir vilja afgreiða og hvaða áætlanir þeir vilja hafa hér uppi, því að þetta algera stefnuleysi gengur ekki, virðulegi forseti.