145. löggjafarþing — 161. fundur,  3. okt. 2016.

viðvera stjórnar og afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[11:51]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Hér er búið að boða fund þingflokksformanna kl. 12 og klukkuna vantar átta mínútur í 12. Er ekki öllum ljóst að það er bara della af forustu þingsins að halda þessum fundi áfram í sjö mínútur og taka til við næsta dagskrármál? Til hvers er þessi vitleysisgangur? Til hvers eru svona stælar í samskiptum við Alþingi, að gera ekki það sem augljóst er, að gera hlé á fundinum að afloknum óundirbúnum fyrirspurnatíma og taka til við fundarhöld um það hvernig við ætlum að ljúka þessu hér? Tíminn er runninn út, virðulegi forseti. Tími ríkisstjórnarinnar er runninn út, tími þessa þingmeirihluta er runninn út. Við þurfum að komast í það að ræða við kjósendur í landinu. Það er komið að kosningum og það er komið að endalokum þessa meiri hluta.