145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

framhald þingstarfa.

[15:04]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að ég er ósammála þessu stöðumati forseta því að nú erum við komin vel inn í algjörlega óskipulagða og ófyrirséða viku eftir að tveimur starfsáætlunum er lokið og ekkert liggur um fyrir hvað stendur til. Ég verð bara að segja við forseta að eina leiðin til að skapa þrýsting á formenn stjórnarflokkanna til að við reynum að gera okkur grein fyrir um hvað málið snýst hér er greinilega að fresta þingfundum. Það að halda áfram þingfundum er sýndarmennska vegna þess að það er augljóslega ekki í þingsalnum sem þau samtöl fara fram sem þurfa að fara fram. Ég segi bara, virðulegi forseti, að ef við náum ekki utan um stöðuna í dag eigum við að klára að afgreiða þetta haftamál, ljúka 3. umr. og greiða atkvæði um það, slíta 145. þingi og halda í kosningabaráttu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)