145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

dagskrá næsta fundar.

[15:39]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér leggjum við fram nokkur mjög góð þingmannamál vegna þess að framkvæmdarvaldið er að vandræðast með hvernig það ætlar að ljúka þessu þingi. Á meðan það er að vandræðast er rétt að við hér í þinginu einbeitum okkur að þingmannamálunum. Þessi mál hafa öll verið unnin í sátt, eru í nefndum og mörg þeirra eru tilbúin. Ekkert er því til fyrirstöðu að henda í nefndafundi og taka málin út, annað eins hefur verið gert ef vilji er fyrir því. (Gripið fram í.) Við getum alveg samþykkt þessa tillögu og svo förum við inn í nefndirnar. Ef gera þarf nefndarálit er það gert, en meiri hluti þings getur alveg kallað eftir því að mál sé tekið á dagskrá þó að ekki liggi fyrir nefndarálit.