145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

dagskrá næsta fundar.

[15:42]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti hefur í sjálfu sér ekki hugsað þetta svo djúpt sem hv. þingmaður. Það er einfaldlega þannig og um það verður tæplega deilt að þessi mál eru í nefndum. Þau þurfa þá að hljóta afgreiðslu nefndarinnar og það er þá nefndin sem væntanlega tekur ákvörðun um það. Með skírskotun til þessa vakti forseti eingöngu athygli á þessum formgalla. (Gripið fram í.) En það varð niðurstaða forseta engu að síður að það væri eðlilegast að þingið sjálft skæri úr um hvort það vildi breyta þeirri dagskrá sem forseti vandaði sig svo mjög við og lagði hér fram, ekki einu sinni heldur tvisvar.