145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

638. mál
[16:24]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni góð og skýr svör. Ég tek undir það með henni að sveitarfélög eiga að sjálfsögðu að vera meira inni í málum. Auðvitað vænti ég þess að þau hafi komið fyrir nefndina og hafi gefið sitt álit. Ég veit að hæstv. umhverfis- og samgöngunefnd hlýtur að hafa unnið þannig og tekið mið af því sem hin ýmsu sveitarfélög um land allt hafa sagt um þessa áætlun.

Það er mín skoðun að við eigum að gera minna af því hér á Alþingi að stjórna því hvað sveitarfélög um land allt eru að gera. Við eigum að treysta þeim í því að stjórna framkvæmdum sínum og áætlunum sjálf og treysta þeim líka til að forgangsraða; þau hafa sýnt að þau geta það vel.

Sér hv. þingmaður fram á að við gætum til dæmis líka gert þetta í uppbyggingu ferðamannastaða, að (Forseti hringir.) leyfa sveitarfélögunum aðeins að taka boltann og stjórna hlutunum betur?