145. löggjafarþing — 166. fundur,  7. okt. 2016.

frumvarp um raflínur að Bakka.

[17:01]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Ég verð að taka undir með hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur í þessu máli. Það kemur í ljós eftir næstum því vikubið hjá okkur fulltrúum í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins, sem höfum óskað eftir upplýsingum úr umhverfisráðuneytinu um viðbrögð þess við þeirri stöðu sem upp er komin í máli Bakka, að það er ekki hægt að skilja fulltrúa ráðuneytisins öðruvísi en að ráðherra hafi beinlínis beitt sér gegn því að það kæmu einhver svör úr ráðuneytinu, að hið pólitíska vald sest á embættismenn ráðuneytisins og kemur í veg fyrir að hingað berist skýringar í þingið til þingnefndar sem á að fjalla um þetta mál. Það er auðvitað fulkomlega ótækt þegar þannig er og ljóst í því sem gerðist á fundi með atvinnuveganefnd áðan þar sem okkur fulltrúum í umhverfis- og samgöngunefnd bauðst að sitja sem gestir eins og við höfum alltaf fengið að gera í þessum málaflokkum, sem ættu reyndar að varða umhverfisnefndina, (Forseti hringir.) að það þarf að ræða þetta mál miklu betur, fara með miklu vandaðri hætti yfir það í þinginu.