145. löggjafarþing — 166. fundur,  7. okt. 2016.

frumvarp um raflínur að Bakka.

[17:05]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég vil koma hér upp til þess að taka undir áhyggjur frá félögum mínum, hv. þingmönnum sem hafa áður talað um að verið sé að taka hér í gegn lagasetningu sem fer á skjön við almennt réttarfar. Ég hef miklar áhyggjur af því að í raun og veru sé verið að gera ríkið skaðabótaskylt. Við erum að fara á skjön við marga alþjóðasáttmála ef við heimilum að þetta fari svona í gegn. Ég verð líka að segja, forseti, að það vekur furðu mína að lesa þetta minnisblað frá umhverfisráðuneytinu. Ber ekki umhverfisráðuneytinu að standa vörð um náttúru landsins? Ef það eru vafaatriði þá hlýtur að vera sérfræðiþekking þar innan borðs sem getur skilað áliti sem er eitthvað meira en þetta, það var hvorki fugl né fiskur.