145. löggjafarþing — 166. fundur,  7. okt. 2016.

frumvarp um raflínur að Bakka.

[17:08]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég bið forseta að leggja við hlustir undir þessum athugasemdum okkar. Það sem við erum að segja er að við erum hér með breytingar á lögum sem lúta að mati á umhverfisáhrifum, náttúruvernd, sem snúa að skipulagsmálum, Árósasamningi, kærunefnd umhverfis- og auðlindamála. Öll þessi löggjöf er á hendi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Öll þessi löggjöf. Hver og einn einasti lagabálkur. Svo þegar umhverfis- og samgöngunefnd fer þess á leit við umhverfis- og auðlindaráðuneytið að veita sérfræðilega umsögn upplýsingar um einstaka þætti þessa máls þá víkur ráðuneytið sér undan því. Af hverju? Það er af því að ráðherrann vill það ekki, forseti.

Ég spyr: Er það svo að umhverfisráðherrann vill halda upplýsingum, þekkingu og faglegu mati á svona alvarlegu inngripi frá Alþingi?