145. löggjafarþing — 166. fundur,  7. okt. 2016.

kveðjuorð.

[17:42]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill taka undir og þakka fyrir árnaðaróskir hv. þingmanns í garð forseta, Alþingis og starfsfólks Alþingis. Forseti vill segja það að þó samstarf okkar hv. þingmanns hafi ekki verið ýkja langt í samanburði við ýmsa aðra þingmenn sem forseti hefur átt samstarf við á sínum langa ferli þá hefur það verið ákaflega gott og hnökralaust. Forseti vill sérstaklega tilgreina eitt sem gæti verið til fyrirmyndar fyrir aðra hv. þingmenn, það er það þegar forseti hringir í hv. þingmann þá svarar hann alltaf með þessum orðum: „Sæll, herra forseti.“ Þetta mættu fleiri taka til eftirbreytni. (HHG: Heyr, heyr.) En forseti vill með þessum orðum færa hv. þingmanni og fjölskyldu hans árnaðaróskir og honum sérstaklega árnaðaróskir í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur.