145. löggjafarþing — 167. fundur,  10. okt. 2016.

frumvarp um raflínur að Bakka.

[10:44]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það er með ólíkindum hvernig þessi ríkisstjórn hefur hagað sér varðandi umhverfismálin. Það er með ólíkindum. Hér var ekki einu sinni umhverfisráðherra í langan tíma. Síðan er settur umhverfisráðherra sem hefur ekki neitt vit á málaflokknum. Síðan er það bara þannig að ráðherra stendur ekki með þeim málum sem umhverfisráðuneyti ber að standa með. Það er bara þannig, forseti. Það sem er að gerast núna er þvílík vanvirða við málaflokkinn, vanvirða við almenning, vanvirða við frjáls félagasamtök og vanvirða við hið lýðræðislega ferli. Þetta er skammarlegt, forseti.