145. löggjafarþing — 167. fundur,  10. okt. 2016.

skipting fjármagnstekna og launatekna.

[10:52]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir það. Í tíð þessarar ríkisstjórnar höfum við beitt okkur fyrir skattalækkunum sem hafa sérstaklega skilað sér til millitekjufólksins. Við höfum afnumið milliþrepið og við höfum líka lækkað neðsta þrepið. Þessar skattalækkanir hafa skilað sér umfram annað til millitekjufólks og lágtekjufólks. Ég veit ekki alveg hvert hv. þingmaður er í reynd að fara þegar hún lýsir áhyggjum sínum af því að fjármagnstekjur skuli skila sér til þeirra sem eiga sparnað. Spurt er: Eigum við að bregðast við því með skattlagningu? Næsta skref er í raun og veru bara að segja: Við viljum ekki að fólk sé að kaupa hlutabréf eða verðbréf eða yfir höfuð að hafa fjármagnstekjur vegna þess að það kann mögulega að auka ójöfnuð, eða: við þurfum einhvern veginn að skattleggja okkur frá þeim veruleika. Það er engin leið til að hafa afskipti af því hvernig fólk nýtir sparifé sitt. Það er engin leið til þess að reka eitt samfélag. Við eigum að gleðjast yfir er að allir njóti góðs af lífskjarabatanum, líka þeir sem eru með lægst launin. Það er tvískinnungur og þversögn (Forseti hringir.) í þeim málflutningi að það eigi að hækka laun lækna þannig að þau séu samkeppnisfær, (Forseti hringir.) en það verði að setja á þá þriðja skattþrepið og síðan að auka fjármagnstekjuskattinn ef þeir leggja eitthvað til hliðar.