145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

beiðni til umhverfisráðuneytis um álit.

[10:48]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Forseti. Ég var ekki að spyrja um viðbrögð við úrskurðinum eða biðja hæstv. ráðherra um mat á honum. Ég var að spyrja mjög einfaldrar spurningar: Af hverju barst þingnefnd ekki efnislegt svar við fyrirspurn sem varðaði verksvið umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hver, virðulegi forseti, tók ákvörðun um það að fagráðuneyti í Stjórnarráði Íslands svaraði ekki þingnefnd um álitamál? Hver tók ákvörðun um það? Var það hæstv. ráðherra sem gerði það? Ef svo er, er það ásættanlegt að mati ráðherrans að fagráðuneyti svari ekki þegar þingnefnd óskar svara um álitamál?