145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

beiðni til umhverfisráðuneytis um álit.

[10:49]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég held að fyrirspyrjandinn geri sér algerlega grein fyrir því hvernig þetta fer fram í ráðuneytinu. Vissulega vinna menn og taka fyrir svör. Það er unnið á milli deilda og reynt að afla sér upplýsinga og velta vöngum yfir því hvernig svar eigi að vera, en endanlega hlýtur það að vera bæði ráðuneytisstjóri og ráðherra sem leggur mat á það hvað fer frá ráðuneytinu, það er algjörlega augljóst mál og þannig er vinnuferlið.

Ég vil ítreka það sem kemur fram í þessu svari um þá gagnrýni að þetta stangist á við skuldbindingar Íslands. Við leituðum við undirbúning frumvarpsins til lögfræðinga, óháðrar lögfræðiskrifstofu úti í bæ, leitaði … (Gripið fram í.) Já, álitsgerð og þannig samþykkti ríkisstjórnin það að því fengnu, þar á meðal sú sem hér stendur, þeir komust að þeirri niðurstöðu að frumvarpið bryti að líkindum hvorki gegn EES-reglunni né öðrum alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. (Gripið fram í.)(Forseti hringir.) Í þetta var vitnað og þannig taldi ég að þyrfti ekki annað lögfræðilegt álit.