145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð.

818. mál
[11:53]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er mjög ánægjulegt að við séum að stíga þetta skref. Við erum hér að hjálpa ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. Við erum að ýta undir það að fólk geti eignast eigið húsnæði, sem er afskaplega mikilvægt. Við vitum að húsnæðiskerfið eins og það hefur verið fram til þessa hefur frekar hvatt til þess að fólk skuldi, ýtt undir það að fólk taki há lán. En hér erum við að fara aðra leið. Það er mjög ánægjulegt. Það er afskaplega mikilvægt að við ýtum undir það að allir Íslendingar, ekki síst unga fólkið, séu fjárhagslega sjálfstæðir. Þetta er frumvarp sem miðar að því. Ég fagna því og er ánægður með að við séum að komast í höfn með þetta góða mál.