145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

fjáraukalög 2016.

875. mál
[12:12]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Þetta átti nú að vera um atkvæðagreiðsluna en það skiptir ekki máli. Við fjárlagagerðina fyrir yfirstandandi ár lagði minni hluti fjárlaganefndar til að aldraðir og öryrkjar fengju kjör sín bætt frá 1. maí 2016 líkt og kjarasamningar á almennum markaði gera ráð fyrir. Fordæmi er fyrir því í kjarasamningunum 2011. Hér er lögð fram breytingartillaga við fjáraukalögin til þess að einmitt þetta gerist, að aldraðir og öryrkjar fái bætt sín kjör frá 1. maí eins og lagt var til í fjárlagafrumvarpinu þá þegar.