145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

fjáraukalög 2016.

875. mál
[12:13]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Eins og hefur verið rætt nokkuð undanfarna daga liggur fyrir núna frumvarp í velferðarnefnd um verulegar breytingar á almannatryggingakerfinu. Hér er verið að leggja til ákveðnar breytingar sem snúa að gamla kerfinu. Við erum að bæta við 10,8 milljörðum í kerfið og sú aðgerð snýr ekki hvað síst að öldruðum. Við erum jafnframt að tryggja að þeir sem hafa minnst í almannatryggingakerfinu fylgi eftir lágmarkslaunum á vinnumarkaði og verði komnir með það nokkrum mánuðum á undan, áður en fólk sem er með lágmarkslaun á vinnumarkaði hefur náð 300 þús. kr. Ég hef lagt áherslu á það. Við erum að huga að framvirkum hækkunum. Við ætlum okkur að halda áfram að bæta kjör lífeyrisþega alveg eins og við höfum gert allt þetta kjörtímabil. Því segi ég nei við þessari tillögu.