145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

fjáraukalög 2016.

875. mál
[12:17]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Ég þakka fyrir að fá að koma hér upp. Mín atkvæðaskýring snýr að fyrri atkvæðagreiðslu. Ég tók þá ákvörðun að sitja hjá við þá atkvæðagreiðslu því að mér finnst það veruleg vonbrigði að við skulum ekki geta náð saman í þinginu um að samþykkja og afgreiða breytingar sem snúa að jöfnun lífeyrisréttinda sem er forsenda fyrir því samkomulagi sem við höfum verið að ná á vinnumarkaðnum, undirstaðan undir nýtt svokallað norrænt vinnumarkaðsmódel. Ég hefði talið að við hefðum átt að geta náð saman um þessa mikilvægu breytingu. Það verður eitt af lykilverkum nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar að klára þetta. Ég vil fá að segja hér: Ég mun gera mitt til að tryggja að svo verði.