145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

fjáraukalög 2016.

875. mál
[12:18]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Ég ætla nú að fara að ráði hæstv. ráðherra og koma hérna með eftiráskýringar um atkvæðagreiðslur áðan. Sú atkvæðagreiðsla sem ráðherra ræddi um hefur bara nákvæmlega ekkert með þingið að gera. Það var alveg á hreinu að við í Bjartri framtíð vildum framgang þessa máls, að lífeyrisréttindamálin mundu fara í forgang. Það var þessi ríkisstjórn sem ákvað að hafa þetta ekki eitt af málunum sem við mundum ljúka á þessum síðustu dögum. Það hefur ekkert með þingið að gera að fólk datt úr (Félmrh.: Afgreiðum það þá.) lestinni með það. Já, gerum það þá. (Gripið fram í.) Það eruð þið sem leggið það fram. (Gripið fram í.) Þetta er skrípaleikur að vera hérna allt í einu — láta mann vera á rauðu með þetta mál og svo ætlar hæstv. ráðherra að vera á gulu. Hvaða rugl er þetta eiginlega?