145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

gjaldeyrismál.

826. mál
[12:41]
Horfa

forsætisráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð hæstv. fjármálaráðherra. Ég gleðst yfir því að okkur auðnist það í þessum þingsal að verða sammála um að nú séum við að losa höft á einstaklinga og fyrirtæki í landinu, og stíga mikilvæg skref. Það er ein af ástæðum þess að við komum hér saman 15. ágúst og erum að ljúka þingstörfum núna þegar komið er fram í október.

Það er með mikilli gleði að ég segi já í þessari atkvæðagreiðslu.