145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl.

787. mál
[11:40]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka þinginu og sérstaklega viðkomandi nefnd fyrir að hafa haldið vel utan um þetta mál. Þetta mál sem er að verða að lögum, stefnir í það á þessu þingi, sýnir að ríkisstjórnin brást við með ákveðnum hætti, fumlausum og skýrum, til þess að bregðast við því sem hefur lengi verið vandamál á Íslandi og verður áfram til að glíma við, sem er skattsvik. Í þessu máli afgreiðum við líka lagareglur um þunna eiginfjármögnun sem hefur verið rætt um, ekki bara í tíð þessarar ríkisstjórnar heldur fyrri ríkisstjórnar og miklu, miklu lengur. Þetta er ríkisstjórnin sem lagði til ákveðnar aðgerðir sem eru síðan afgreiddar í samstöðu á þinginu. Það er mikið fagnaðarefni.