145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

638. mál
[11:45]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég fagna því sérstaklega að áherslur minni hlutans um breytingar á samgönguáætlun hafa allnokkrar náð fram að ganga. Þar vil ég sérstaklega nefna 1 milljarð aukalega til viðhaldsframkvæmda frá því sem áður var gert ráð fyrir, og ekki er vanþörf á eins og menn þekkja af ástandi vegakerfisins. Ég vil nefna veginn um Skógarströnd, Látrabjargsveg og veginn um Öxi. Ég vil þakka nefndinni sérstaklega fyrir það víðtæka samstarf sem tókst um þessar breytingar og hæstv. forsætisráðherra fyrir hans atbeina að því að þessar farsælu lyktir náðust og um þinglok sömuleiðis.