145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

638. mál
[11:47]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Eins og fram hefur komið felur þessi samgönguáætlun og þær breytingartillögur sem hér liggja fyrir í sér fjölmargar úrbætur á þessum sviðum. Við gerum okkur grein fyrir að á undanförnum árum hafa samgöngumál ekki fengið þá athygli sem þörf hefur krafið. Við höfum ekki náð okkur almennilega á strik eftir þann sparnað sem varð í kjölfar hrunsins. Tillaga hæstv. innanríkisráðherra og breytingartillögur umhverfis- og samgöngunefndar bæta heilmikið þar úr. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir að mörg verkefni bíða, en okkur hefur tekist að ná góðri samstöðu um fjöldamörg mikilvæg verkefni sem munu vonandi skila okkur vel fram á við á þessu sviði.