145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

638. mál
[11:53]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það gleður mig mjög að sjá hér algræna töflu, samþykkta breytingartillögu um að koma fjármunum, 5 millj. kr. á ári næstu tvö árin, til þess að hefja undirbúning og rannsóknir vegna Álftafjarðarganga. Þetta hefur verið mitt baráttumál í mörg ár og baráttumál margra Vestfirðinga. Ég vil bara leyfa mér á þessari stundu, klökk í hjarta, að þakka þessa málsmeðferð hér. Nú er búið að koma þessum göngum og þessari brýnu samgöngubót og mikla umferðaröryggismáli á dagskrá með samþykkt þingsins. Ég vil fyrir hönd Vestfirðinga og íbúa á norðanverðum Vestfjörðum þakka Alþingi þessa málsafgreiðslu. Það tókst þá að lokum að gera mig klökka í ræðustól á lokametrum þingsins. Takk, virðulegi forseti.