145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð.

818. mál
[12:50]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Ég kem hér rétt aðeins upp til að rifja upp það sem við erum að greiða atkvæði um. Við erum sem sagt að afturkalla þá breytingu sem hv. þm. Vilhjálmur Bjarnason lagði til við 2. umr. málsins. Verði sú breyting ekki afturkölluð getur skapast óvissa um túlkun lagaákvæða frumvarpsins og einnig getur skapast töluverð óvissa um þann kostnaðarauka sem kann að falla á ríkissjóð og sveitarfélög. Þess vegna legg ég til að við afturköllum þá breytingu. Sú breyting hefði þurft að vera öðruvísi í laginu hefði hún átt að ná tilgangi sínum hér í gær. En verði þessi tillaga sem ég mæli hér fyrir samþykkt verður efni 3. gr. fært í sitt upprunalega form og þannig komið í veg fyrir óvissu í túlkun laganna á kostnaðarauka ríkisins.