145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð.

818. mál
[13:00]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Vaxtabótakerfið beinir ríkisstuðningi til þeirra sem mestan stuðning þurfa vegna þess að þeir hafa meðaltekjur eða lágar og litlar eignir. Þetta nýja kerfi Sjálfstæðisflokksins beinir ríkisstuðningi til þeirra sem hæstar hafa tekjurnar og best standa í samfélaginu. Það er réttlæti á haus, virðulegur forseti. Við eigum ekki að eyða skattpeningum í að styrkja þá sem eru vel efnum búnir fyrir heldur nota þá til að bæta lífsskilyrði venjulegs vinnandi fólks með meðaltekjur og lægri tekjur og þá sem ekki eiga eignir fyrir og geta bjargað sér á húsnæðismarkaði.