145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

útlendingar.

893. mál
[13:06]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Í tilefni þessarar atkvæðagreiðslu finnst mér mikilvægt að lýsa skilningi mínum á málinu. Mér finnst þetta ekki þægilegt frumvarp og að setja svona sérákvæði af einhverju tilefni sem blasir við, það er mikið af umsóknum frá tilteknum löndum um hæli eða vernd hér á landi. Mér finnst mjög mikilvægt að þegar kemur til þess að nýta þetta ákvæði, sem verður væntanlega lögfest núna til bráðabirgða, til að vísa fólki aftur til síns heima, sé það aðeins gert ef það er algerlega augljóst að um tilhæfulausa umsókn um vernd er að ræða. Ef það kann að vera einhver ástæða fyrir því að viðkomandi sé að sækja um vernd sé hann ekki sendur heim. Að þessu spurði ég í nefndarvinnunni og ég fékk staðfestingu á að það væri skilningurinn. Hins vegar er það auðvitað lykilatriði að kæruferlið heldur áfram hér á landi. Það er ekki verið að taka af þessu fólki þann rétt að leita réttar síns þó að það sé sent aftur til síns heima. Ég vildi bara að það væri alveg skýrt.