145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[14:34]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta svar svaraði hreinlega ekki spurningu minni. Spurning mín er ósköp einföld: Hver eru rökin á bak við það að hækka heimilisuppbót hjá ákveðnum einstaklingum meira en hjá öðrum? Hver er rökstuðningurinn á bak við það? Þetta er mjög einföld spurning. Þar sem ég sit ekki í hv. velferðarnefnd þekki ég ekki þá umræðu sem átti sér stað þar, þar af leiðandi finnst mér þess virði að koma hingað upp og spyrja hv. þingmann, þannig að ég geti áttað mig betur á forsendunum sem liggja að baki. Að sjálfsögðu skil ég vel að fólk muni koma vel út úr þessu, en spurningin er: Hver er rökstuðningurinn fyrir því að hækka þessa heimilisuppbót umfram annað?