145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[18:00]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við greiðum hér atkvæði um frumvarp um breytingar á almannatryggingalögum. Hér er um að ræða ein stærstu skref sem stigin gerð hafa verið í því að bæta almannatryggingakerfið. Í kerfisbreytingar eru settir 5,3 milljarðar, hætt er við krónu á móti krónu-skerðingu og bótaflokkar sameinaðir. Í breytingartillögum meiri hlutans eru 4,5 milljarðar settir í frítekjumark á allar tekjur og 1 milljarður fer í að hækka bætur þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu, þ.e. einstæðra öryrkja og eldri borgara, upp í lágmarkslaun, þ.e. bætur fylgja lágmarkslaunum. Um er að ræða 10,8 milljarða kr. aukningu inn í málaflokkinn. Það eru gríðarlega jákvæð og stór skref. Síðan verðum við auðvitað að halda áfram á sömu braut og tryggja öryrkjum sambærilegar kerfisbreytingar þegar samkomulag hefur orðið í þeim viðræðum milli Öryrkjabandalagsins og velferðarráðuneytisins.