145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[18:12]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Hér eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur að hafna leið minni hlutans til hækkunar á greiðslum almannatrygginga. Við viljum að greiðslurnar hækki um 13,4% svo að munurinn á milli einhleypra og þeirra sem eru í sambúð aukist ekki og þeir sem eru í sambúð fái hækkun upp í 241.000 kr. en ekki 227.000 kr. eins og meiri hlutinn leggur til. Hér er verið að hafna þeirri leið og taka ákvörðun um að hækka þá sem eru einhleypir meira en jafnframt að leggja á þá auknar skerðingar. Við hörmum það í minni hlutanum.