145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[18:23]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Frú forseti. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í velferðarnefnd var með fyrirvara vegna þessarar greinar í nefndaráliti meiri hlutans og er með fyrirvara við breytingartillögu frumvarpsins sem og greinina sjálfa. Hann lýtur að því að engin útfærsla liggur fyrir um möguleg áhrif aðstöðumunar lífeyrisþega vegna kjara. Breytingin kynni því að valda því að sumir íbúar hjúkrunarheimila hefðu ekki efni á mikilvægri þjónustu auk þess sem áhrif slíkra breytinga á rekstrarform hjúkrunarheimila eru óljós og þess vegna sitjum við hjá við atkvæðagreiðslu um þetta.