145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[18:24]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég styð þessa breytingu. Hér er verið að gera breytingu sem snýr að tilraunaverkefni sem við höfum í hyggju að koma af stað á hjúkrunar- og dvalarheimilum, til að ná utan um það hvernig best sé að hátta greiðsluþátttöku aldraðra á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þetta hefur verið baráttumál aldraðra og hagsmunasamtaka þeirra mjög lengi þannig að þetta er verulega stórt og ánægjulegt skref. Það er leitt að við skyldum ekki ræða þetta meira því að þarna erum við svo sannarlega að tryggja og vinna að sjálfræði aldraðra og að afnema hið alræmda vasapeningakerfi.