145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[11:38]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Mikið var það dapurlegt að allar breytingartillögur frá minni hlutanum voru felldar. Mikið er það dapurlegt að öryrkjar verða enn látnir bíða. Að sjálfsögðu styðja Píratar og minni hlutinn kjarabætur fyrir aldraða, en þessi aðferðafræði er algerlega ómöguleg. Þessi aðferðafræði er ekki eitthvað sem Píratar vilja festa í sessi. Því munum við ekki styðja málið en við munum ekki reyna að hindra það heldur, því að einhverjar kjarabætur eru betri en engar. Ég skora á alla þá sem eiga möguleika á að taka við þjónustuhlutverki fyrir almenning eftir kosningar að beita sér fyrir því að eitthvað verði gert fyrir öryrkja í landinu.